Úrslitaleikir í B-deild hafnir

Úrslitaleikir í B-deild á Deildakeppni BSÍ voru að hefjast. 

Um fyrsta sætið spila BH-Naglar og TBR-Guðnarnir.  Um þriðja sætið spila TBR-Hákarlar og TBR-Vinirnir og Huginn.  Um fimmta sætið spila Afturelding-Spaðarnir og Einherji.  Um sjöunda sætið spila TBR-Hnittni og BH-Ungir. 

Úrslitaleikir í A-deild og meistaradeild hefjast klukkan 15.  Í A-deild spila BH-Hálfgaflarar við TBR-Noodle Express um fyrsta sætið. 

Búast má við hörku keppni í meistaradeildinni þar sem TBR-Garparnir og TBR-Bara munu etja kappi en þau lið eru jöfn stiga fyrir lokaumferðina. 

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í Deildakeppni BSÍ.

Skrifað 6. febrúar, 2011
mg