Annar dagur Deildakeppni BSÍ lokið

Öðrum degi Deildakeppni Badmintonsambandsins lauk rétt í þessu.  Margar spennandi viðureignar voru spilaðar í dag og á morgun ræðst hvaða lið verða Íslandsmeistarar liða 2011. 

Smellið hér til að sjá myndir af liðunum sem keppa á Deildakeppninni 2011.

Úrslitaleikir fara fram í B-deild klukkan 13 en í A-deild og í meistaradeild klukkan 15. 

Í meistaradeild er nú TBR-Garparnir efstir með 5 stig.  TBR-Bara er einnig með 5 stig en Garparnir eru með fleiri unna leiki.  TBR-Team Thomsen er með 4 stig.  BH rekur lestina með 2 stig.  Það er því ótrúlega spennandi keppni fyrir höndum á morgun en þá mætast Garparnir og Bara klukkan 15 og Team Thomsen og BH mætast á sama tíma. 

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins. 

Smellið hér til að sjá niðurraðanir og tímasetningar leikja á morgun, sunnudag. 

Verðlaunaafhending fer fram á morgun að leikjum loknum um klukkan 17.

Keppni hefst á morgun, sunnudag, klukkan 9 í B-flokki.

Skrifað 5. febrúar, 2011
mg