Fyrsta degi Deildakeppni BSÍ lokið

Fyrstu umferð á Deildakeppni BSÍ lauk rétt í þessu.  Leiknar voru fjórar umferðir í A-deild, tvær í hvorum riðli. 

Leikjum dagsins lauk með eftirfarandi hætti:  ÍA 3 - 4 TBR-Púkar, TBR-Jaxlar 0 - 7 BH Hálfgaflarar, TBR-Moli 5 - 2 Afturelding A og TBR Noodle Express 7 - 0 BH BorgVíkingar. 

Nánari úrslit í leikjum dagsins má nálgast hér

Spila átti eina umferð í meistaradeild í dag en hún féll niður vegna meiðsla hjá TBR-Öllurum, sem urðu að draga sig úr keppni.  Leikir dagsins í meistaradeild voru færðir til morgundagsins og raðað var upp á nýtt í deildina. 

Niðurröðun og tímasetningar má nálgast hér

Keppni hefst að nýju í fyrramálið klukkan 9 með leikjum í B-deild. 

A-riðillinn heldur áfram keppni klukkan 10:30 og leikir í meistaradeild hefjast klukkan 12.

Skrifað 4. febrúar, 2011
mg