Árni Þór velur U19 landslið Íslands

U19 landslið Íslands keppir á Evrópumótinu í Helskinki í Finnalandi dagana 15. - 24. apríl næstkomandi.

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd. Liðið skipa Kristinn Ingi Guðjónsson BH, Nökkvi Rúnarsson TBR, Ólafur Örn Guðmundsson BH, Thomas Þór Thomsen TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, María Árnadóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR.

Thomas, Margrét og Sara eru einnig í U17 landsliðshópnum sem spilar í Belgíu beint eftir Evrópumót U19.

Smellið hér til að vita meira um Evrópumót U19.

Skrifað 26. janúar, 2011
mg