Vel heppnað þjálfaranámskeið

Badmintonsamband Íslands hélt þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1B um helgina. Sjö þjálfarar frá þremur félögum tóku þátt í námskeiðinu sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, TBR húsunum við Gnoðarvog og Íþróttahúsinu við Strandgötu. Kennari á námskeiðinu var Anna Lilja Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og badmintonþjálfari.

 

Þjálfaranámskeið 1B

 

Á námskeiðinu kynntust þjálfararnir ýmsum leiðum til að bæta hreyfiþroska leikmanna og fótaburð. Farið var nákvæmlega yfir fimm tækniatriði í Badmintonbókinni eftir Kenneth Larsen og fengu þjálfararnir tækifæri til að reyna sig í kennslu þeirra á iðkendum hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Þá var farið ýtarlega yfir hvernig hægt er að skipuleggja Badmintoníþróttaskóla fyrir 3-5 ára börn og fengu þjálfarar tækifæri til að taka þátt í einum slíkum í Íþróttahúsinu við Strandgötu.


Þeir sem luku Badmintonþjálfara 1B um helgina voru eftirfarandi:

Karen Guðnadóttir, Keflavík
Kristinn Ingi Guðjónsson, BH
Margrét Kjartansdóttir, Keflavík
Ólafur Örn Guðmundsson, BH
Sigrún María Valsdóttir, BH
Sonja Magnúsdóttir, TBA
Stefán Már Jónsson, Keflavík


Næsta þjálfaranámskeið og það síðasta á þessu fyrsta stigi þjálfaramenntunar BSÍ, Badmintonþjálfari 1C, fer fram helgina 18.-20.febrúar næstkomandi. Gjaldgengir á námskeiðið eru allir þeir sem hafa lokið námskeiðum 1A og 1B. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 11.febrúar.

 

Þjálfaranámskeið 1B

Frá vinstri Sigrún María Valsdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Ólafur Örn Guðmundsson, Sonja Magnúsdóttir, Kristinn Ingi Guðjónsson, Karen Guðnadóttir og Stefán Már Jónsson.

 

Skrifað 26. janúar, 2011
mg