Ragna spilar á alþjóðlega sænska mótinu

Alþjóðlega sænska mótið hófst með forkeppni í dag.  Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í mótinu en hún fór beint inn í aðalkeppnina. 

Hún spilar fyrsta leik sinn í mótinu á föstudaginn gegn Karin Schnaase frá Þýskalandi.  Schnaase er röðuð númer sex inn í mótið.  Hún er númer 59 á heimslistanum en Ragna er númer 78.  Þetta verður án efa hörkuviðureign. 

Sýnt verður frá mótinu á Badminton Europe TV, smellið hér til að sjá útsendinguna. 

Smellið hér til að sjá niðurraðanir og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 19. janúar, 2011
mg