Ragna hlýtur B-styrk frá ÍSÍ

ÍSÍ úthlutaði í dag rúmlega 55 milljónum til afreksstarfs. 

Ragna Ingólfsdóttir hlaut B-styrk frá afrekssjóði ÍSÍ en tíu aðilar fengu þeim styrk úthlutuðum.  Einn íþóttamaður er á A-styrk, Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari.  Fjórir íþróttamenn hljóta C-styrk. 

Þá var úthlutað úr afrekssjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna og hlutu fjórir badmintonspilarar úthlutað úr þeim sjóði en það eru Gunnar Bjarki Björnsson, Margrét Jóhannsdóttir, Ólafur Örn Guðmundsson og Rakel Jóhannesdóttir. 

Smellið hér til að sjá úrhlutanir afreksstyrkja ÍSÍ.

Skrifað 19. janúar, 2011
mg