ÍSÍ fréttir koma út að nýju

Á heimasíðu ÍSÍ má nú finna janúar tölublað ÍSÍ frétta.

Fyrir nokkrum árum komu ÍSÍ fréttir út með reglulegum hætti og voru efnistök víðtæk. Nú er ætlunin að hefja þessa útgáfu að nýju, en að þessu sinni með vefriti.

Í þessu fyrsta tölublaði er m.a. fjallað um kjör sérsambanda og séríþróttanefnda ÍSÍ á íþróttamanni og konu ársins 2010, nýjungar í Felix og dagsetningar viðburða 2011.

Smellið hér til að nálgast fyrsta tölublað ÍSÍ frétta.

Skrifað 13. janúar, 2011
mg