Iceland Express International - dagskrá dagsins

Síðasti dagur alþjóðlega badmintonmótsins Iceland Express International 2007 verður leikin í dag sunnudag. Keppni hefst kl. 10.00 á tvenndarleik. Um leið og tvenndarleiknum lýkur fer fram einliðaleikur karla og því næst einliðaleikur kvenna þar sem Ragna Ingólfsdóttir leikur gegn Trine Niemeier frá Danmörku. Á eftir einliðaleik kvenna verður leikinn tvíliðaleikur karla og síðasti úrslitaleikur mótsins verður síðan tvíliðaleikur kvenna sem er alíslenskur. Í tvíliðaleik kvenna mæta þær Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir Söru Jónsdóttur og Tinnu Helgadóttur. Smellið hér til að skoða leiki dagsins.
Skrifað 11. nóvember, 2007
ALS