Hilleröd vann Fredriksberg 11-2

Hilleröd, lið Magnúsar Inga Helgasonar, vann Frederiksberg (O) 11-2 í viðureign liðanna síðastliðinn sunnudag.

Magnús spilaði tvo leiki, tvíliðaleik og tvenndarleik. Tvenndarleikinn spilaði Magnús með Sofie Skals Styrmer gegn parinu Jacob Clasen og Rikke Gyde Petersen. Magnús og Sofie unnu eftir oddalotu 21-16, 16-21 og 21-19.

Tvíliðaleikinn spilaði Magnús með Peter Rasmussen gegn Frank Johannsen og Tomas Klement Jensen. Magnús og Peter unnu leikinn 21-9 og 21-17.

Hilleröd spilar næst gegn Lilleröd 2 (N) þann 15. janúar næstkomandi. Hilleröd er nú í þriðja sæti með 11 stig en Lilleröd 2 er nú í efsta sæti deildarinnar með 15 stig.

Smellið hér til að sjá fleiri leiki úr viðureign Hillröd og Frederiksberg.

Skrifađ 21. desember, 2010
mg