Vel heppnuđ afmćlishátíđ BSÍ

Badmintonsamband Íslands varð 40 ára 5.nóvember síðastliðin, í tilefni af afmælinu var haldin afmælishátíð í TBR húsunum í dag. Hátíðin heppnaðist mjög vel en hún var haldin í litla salnum í TBR sem var skreyttur hátt og lágt.

Afmælishátíðin hófst á því að Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir formaður BSÍ bauð alla velkomna en síðan tók Frímann Ari Ferdinandsson við stjórn veislunnar. Nokkrir góðir gestir ávörpuðu samkomuna; varaformaður Evrópusambandsins, Sigríður Jónsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, formenn Badmintonsambandanna á Norðurlöndunum og formaður TBR Jóhannes Helgason.

Þá fengu ellefu manns gullmerki BSÍ fyrir vel unnin störf í þágu badmintoníþróttarinnar. Hægt er að skoða nöfn þeirra sem hafa fengið gullmerki með því að smella hér.

Dúettinn Ídýfurnar sló á létta strengi í veislunni og sungu nokkur hress og skemmtileg lög með ansi skemmtilegum leiktilbrigðum.

Skrifađ 10. nóvember, 2007
ALS