Ragna komin í átta manna úrslit á írska international mótinu 2010

Ragna Ingólfsdóttir vann Beadriz Corrales frá Spáni eftir oddalotu á írska international mótinu.

Ragna vann fyrstu lotuna 21-10, tapaði síðan annarri lotunni 15-21 og vann oddalotuna 21- 12. Leikurinn tók 45 mínútur.

Ragna mætir Susan Egelstaff frá Skotlandi í átta manna úrslitum á morgun, laugardag. Susan er röðuð í annað sæti á mótinu en hún er í 39 sæti heimslistans. Ragna er í 80. sæti heimslistans.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á írska international mótinu.

 

Skrifađ 10. desember, 2010
mg