Ragna komin áfram á írska mótinu

Ragna Ingólfsdóttir spilaði sinn fyrsta leik á írska international mótinu nú fyrr í dag. 

Hún vann ensku stúlkuna Fontaine Chapman örugglega 21-4 og 21-15.  Hún keppir því í annarri umferð á móti Beatriz Corrales frá Spáni.  Corrales er númer 169 á heimslistanum en Ragna er númer 80. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á írska International mótinu.

Skrifađ 10. desember, 2010
mg