Vćrlöse 2 burstađi Höjberg 11-2

Værlöse 2, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku deildinni, burstaði Höjberg 11-2 í gærkvöldi. 

Tinna lék tvo leiki með liði sínu, einliðaleik og tvíliðaleik.  Tinna spilaði einliðaleikinn gegn Louise Gröndal Nielsen og vann 21-13 og 21-19. 

Tvíliðaleikinn lék hún með  Josephine Van Zaane sem spilaði á Iceland International og lenti þar í öðru sæti í tvenndarleik.  Þær kepptu á móti Louise Gröndal Nielsen og Nanna Vestergaard.  Tinna og Josephine unnu 23-21 og 21-17. 

Smellið hér til að sjá úrslit fleiri viðureigna Værlöse 2 og Höjberg.

Værlöse 2 er nú í þriðja sæti fyrstu deildar og á næst leik við Humblebæk (O) þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.

Skrifađ 23. nóvember, 2010
mg