Hilleröd vann Vćrlöse 7-6

Hilleröd, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku deildinni, vann Værlöse 3 á laugardaginn 7-6. 

Magnús Ingi keppti tvo leiki fyrir liðið og vann báða.  Tvenndarleikinn lék hann með Sofie Skals Styrmer en þau kepptu á móti Morten Estrup og Rikke Bastian og unnu 22-20 og 21-19. 

Þá lék hann tvíliðaleik með Peter Rasmussen gegn Morten Estrup og Kasper Paulsen sem kom hingað til lands og spilaði á Iceland International fyrr í nóvember.  Magnús og Peter unnu leikinn 21-17 og 22-20. 

Hilleröd er nú í 5. sæti þriðju deildarinnar. 

Smellið hér til að sjá úrslit fleiri viðureigna milli Hilleröd og Værlöse 3. 

Næsti leikur Hilleröd er við Lyngby (O) laugardaginn 4. desember næstkomandi.

Skrifađ 22. nóvember, 2010
mg