Allir íslensku keppendurnir úr leik á norska International mótinu

Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson töpuðu í tvíliðaleik karla 19-21 og 12-21 á norska International mótinu fyrir Svíunum Filip Myhrén og Aditya Putra og eru þar með úr leik.

Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir töpuðu fyrir Mia Sejr Nielsen og Söru Thygesen, Danmörku 12-21 og 15-21.

Kári Gunnarsson og Rakel Jóhennesdóttir töpuðu 2-21 og 4-21 fyrir Tore Villhelmssen og Mia Sejr Nielsen frá Danmörku.

Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu Jann Menkin og Helene Sogaard frá Noregi 21-11 og 21-18. Þau féllu síðan úr leik fyrir Imam Sodikin Irawan, Indlandi og Cecilia Bjuner, Svíþjóð 6-21 og 12-21.

Ragna Ingólfsdóttir féll einnig úr leik í dag þegar hún tapaði eftir oddalotu 22-20, 9-21 og 15-21 fyrir Chloe Magee frá Írlandi. Magee er númer 71 á heimslistanum og er röðuð númer 7 inn í mótið.

Allir íslensku keppendurnir eru því með úr leik á Norwegian International.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifað 19. nóvember, 2010
mg