Norska International heldur áfram

Helgi Jóhannesson spilaði sinn annan leik á norska mótinu í dag. Hann spilaði gegn Mikkel Mikkelsen frá Danmörku og tapaði leiknum 19-21 og 8-21. Hann kemst því ekki inn í aðalmótið.

Kári Gunnarsson spilaði við Mattias Borg frá Svíþjóð og tapaði eftir oddalotu 20-22, 21-19 og 10-21.

Með því eru allir íslensku keppendurnir dottnir út úr mótinu í einliðaleik nema Ragna Ingólfsdóttir sem fer beint inn í aðalmótið. Hún spilar við spilara sem fer upp úr forkeppninni en enn er ekki komið á hreint hver það verður.

Kári Gunnarsson og Rakel Jóhannesdóttir spila seinna í kvöld tvenndarleik við Tore Villhelmssen og Mia Sejr Nielsen frá Danmörku og Atli Jóhannesson ásamt Snjólaugu Jóhannsdóttur spila við Jann Menkin og Helene Sogaard frá Noregi einnig seinna í kvöld.

Rakel og Snjólaug keppa í tvíliðaleik á morgun.

Smellið hér til að sjá niðurraðanir og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 18. nóvember, 2010
mg