Norwegian International hˇfst Ý dag

Í dag hófst norska International mótið með forkeppni en sex Íslendingar taka þátt í mótinu.

Helgi Jóhannesson og Kári Gunnarsson unnu sína fyrstu leiki á mótinu. Helgi Jóhannesson vann sinn leik örrugglega 21-6 og 21-7 á móti Vegard Stenberg Aamold frá Noregi. Helgi mætir Mikkel Mikkelsen frá Danmörku sem spilaði á Iceland International og komst í 8 manna úrslit eftir að hafa unnið Magnús Inga Helgason 21-11 og 21-3.

Kári Gunnarsson vann líka sinn leik 21-12 og 21-11 gegn Eirik Paulsen frá Noregi. Kári mætir Mattias Borg frá Svíþjóð. Atli Jóhannesson tapaði sínum leik 15-21 og 9-21 fyrir Gabriel Ulldahl, Svíþjóð.

Snjólaug Jóhannsdóttir tapaði fyrir Lene Clausen, Danmörku, 4-21 og 16-21 og Rakel Jóhannesdóttir tapaði sínum leik eftir æsispennandi oddaleik 14-21, 21-11 og 22-24 fyrir Cathrine Fossmo, Noregi.

Ragna Ingólfsdóttir spilar í aðalmótinu á morgun eftir hádegi.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á norska International mótinu.

Skrifa­ 18. nˇvember, 2010
mg