Unglingamót BH er um helgina

Borist hafa skráningar frá sjö félögum í Unglingamót BH sem fram fer í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina.

Keppt verður í þremur aldursflokkum og er tímaáætlun og skipulag mótsins sem hér segir.

U15:
Fimm lið eru skráð til keppni í A liðum og sex í B liðum. Keppt er í riðlum, öll lið við alla.
Þessi aldursflokkur á að mæta kl.9:00 á laugardag og er áætlað að keppni ljúki um kl.18:30.

U13:
Fjögur lið eru skráð til keppni og keppa öll lið við alla í einum riðli.
Þessi aldursflokkur á að mæta kl.8:45 á sunnudag og er áætlað að keppni ljúki um kl.13:15.

U17-U19:
Fimm lið eru skráð til keppni og keppa öll lið við alla í einum riðli.
Þessi aldursflokkur á að mæta kl.12:00 á sunnudag og er áætlað að keppni ljúki um kl.19:00.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 17. nóvember, 2010
mg