Ragna tvöfaldur sigurvegari á Iceland International

Iceland International mótinu er nú lokið.

Í einliðaleik karla léku Kim Bruun, Danmörku, og Jacob Damsgaard Eriksen, Danmörku, til úrslita. Kim Brun vann í þremur lotum 14 - 21, 21 – 16 og 21 – 19.

 

Iceland International 2010

 

Í tvenndarleik léku dönsk pör til úrslita. Fredrik Colberg og Mette Poulsen léku gegn Kasper Paulsen og Josephine Van Zaane. Fredtik og Mette höfðu betur og unnu í tveimur lotum.

 

Iceland International 2010

 

Ragna Ingólfsdóttir vann tvöfalt á Iceland International í dag þegar hún ásamt Katrínu Atladóttir sigruðu Tinnu Helgadóttur og Erlu Björg Hafsteinsdóttur örugglega í tveimur lotum í tvíliðaleik tvenna, 21 – 14 og 21 – 13.

 

Iceland International 2010

 

Síðasti leikurinn á Iceland International badmintonmótinu var í tvíliðaleik karla. Emil Holst og Mikkel Mikkelsen Danmörku léku gegn Fredric Colberg og Kasper Paulsen Danmörku. Emil og Mikkel unnu í tveimur lotum 21 – 15 og 21 -17.

 

Iceland International 2010

 

Skrifađ 14. nóvember, 2010
mg