Úrslit undanúrslitaleikja á Iceland International

Í undanúrslitum í einliðaleik karla voru Danir í aðalhlutverki en þar léku annar vegar Jacob Damgaard Eriksen sem sigraði Emil Holst, 21-14 og 21-13 og hinsvegar Kim Bruun sem sigaði Emil Vind 16-21, 21-12 og 21-12 en Emil Vind var raðaður í fyrsta sæti fyrir mótið. Það verða því Jacob Damgaard Eriksen og Kim Bruun sem leika til úrslita á morgun.
Í tvíliðaleik kvenna léku fjögur íslensk pör í undanúrslitum. Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir léku gegn Halldóru Elínu Jóhanssdóttur og Elsu Nielsen og sigurðu 23-21 og 21-11. Þá léku Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir gegn Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur og sigruðu 21-7 og 21-16. Það verður því hörkuleikur milli Rögnu og Katrínar gegn Tinnu og Erlu Bjargar á morgun.
Í tvíliðaleik karla leika til úrslita annarsvegar Fredrik Colberg og Kasper Paulsen sem unnu Jacob Damgaard Eriksen og Emil Vind 21 - 11 og 21 - 11 og hinsvegar Emil Holst og Mikkel Mikkelsen sem unnu Michael Christiansen og Niklas Hoff í oddalotu, 17 - 21, 21 - 19 og 21 - 19.
Úrslitin á Iceland International hefjast á morgun kl. 10:00 á leikjum í einliðaleik karla og svo kl. 10:15 á einliðaleik kvenna þar sem Ragna Ingólfsdóttir mætir Anitu Raj Kaur frá Malasíu.  Smellið hér til að sjá fleiri úrslit.
Skrifað 13. nóvember, 2010
mg