Úrslitaleikir á Iceland International

Á morgun, sunnudag, verða úrslitaleikir spilaðir á Iceland International. 

Klukkan 10 hefst úrslitaleikur í einliðaleik karla og klukkan 10:15 í einleiðaleik kvenna.  Þá tekur við tvenndarleikur og síðan er endað á tvíliðaleikjum. 

Í einliðaleik karla leika hinn ungi Dani Kim Bruun en hann er 17 ára og Jakob Damgaard Eriksen. 

Í einleiðaleik kvenna leikur Ragna Ingólfsdóttir við Anitu Raj Kaur frá Malasíu. 

Í tvenndarleik leika Fredrik Colberg og Mette Poulsen frá Danmörku við landa sína Kasper Paulsen og Josephine Van Zaane. 

Í tvíliðaleik kvenna leika Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir við Tinnu Helgadóttur og Erlu Björgu Hafsteindóttur og í tvíliðaleik karla munu Fredrik Colberg og Kasper Paulsen etja kappi við Emil Holst og Mikkel Mikkelsen en þeir eru allir frá Danmörku. 

Til að sjá úrslit allra leikja smellið hér.

Skrifað 13. nóvember, 2010
mg