Undanúrslitin nálgast

Í 8 liða úrslitum í einliðaleik karla á Iceland International léku sjö Danir og einn Svíi. Fóru leikar þannig að það verða eingöngu danskir spilarar í undanúrslitum, Emil Vind, Jacob Damgaard Eriksen, Emil Holst og Kim Bruun spila í undanúrslitum í dag klukkan 17:40.

Aðrir undanúrslitaleikir hefjast sem hér segir; tvenndarleikir klukkan 16:30, einliðaleikir kvenna klukkan 17:05, einleiðleikir karla klukkan 17:40, tvíliðaleikir kvenna klukkan 18:15 og tvíliðaleikir karla klukkan 18:50.

Skrifað 13. nóvember, 2010
mg