Iceland International hafið

Í dag hófst Iceland International í TBR húsunum. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Alls 83 keppendur frá 6 þjóðum taka þátt í mótinu, 20 erlendir og 62 íslenskir.

Keppni hófst kl. 10:00 á fyrstu umferð í tvenndarleik og svo tóku við einliðaleikir karla og einliðaleikir kvenna. Tvíliðaleikir hefjast klukkan 14:40. Á morgun laugardag hefst keppni í 8 liða úrslitum kl. 10:00 og undanúrslit hefjast svo kl. 16:30. Úrslitaleikirnir verða spilaðir á sunnudag og hefjast kl. 10:00.

Iceland International

Fimm íslenskir keppendur eru komnir áfram í aðra umferð í einliðaleik karla, Helgi Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Atli Jóhannesson, Kári Gunnarsson og Einar Óskarsson. Þeir etja allir kappi við erlenda keppendur í annarri umferð seinna í dag.

Í einliðaleik kvenna vann Tinna Helgadóttir Josephine Van Zaane frá Danmörku 21-15 og 21-19. Aðrir íslenskir keppendur í einleiðaleik kvenna sem öttu kappi við erlenda keppendur töpuðu sínum leikjum. Önnur umferð í einliðaleik kvenna fer fram klukkan 18:10 í dag.

Núna er fyrsta umferð í tvíliðaleik karla að hefjast og á eftir þeim tvíliðaleikir kvenna.

Smellið hér til að sjá úrslit á mótinu.

Skrifað 12. nóvember, 2010
mg