┌rslit TBR Opi­ og Iceland International 2010

Atli Jóhannesson stóð uppi sem sigurvegari í TBR Opið sem var haldið um þarsíðustu helgi. Hann vann bróður sinn, Helga, 21-14 og 21-12.

Atla er raðað inn í Iceland International í sjötta sæti en Helga í annað sæti. Atli er hins vegar á væng með Emil Vind sem er raðað í fyrsta sætið og er númer 179 á heimslistanum og Magnúsi Inga Helgasyni sem er raðað í fimmta sæti og spilar í Danmörku.

Helgi er á væng með Kára Gunnarssyni sem Helgi vann eftir spennandi oddaleik á TBR Opið. Helgi vann Kára þá 21-19, 17-21 og 21-18. Það má því búast við mjög spennandi keppni í einliðaleik karla á Iceland International.

Katrín Atladóttir vann í einliðaleik kvenna á TBR Opið. Hún fær ekki röðun á Iceland International og er á sama væng og Ragna Ingólfsdóttir sem tók ekki þátt í TBR Opið og er raðað í fyrsta sæti á Iceland International.

Anita Raj Kaur frá Malasíu er raðað í annað sæti í einleiðaleik kvenna en hún er númer 125 á heimslistanum. Ragna er númer 92 á heimslistanum.

Iceland International hefst á föstudaginn klukkan 10.

Smellið hér til að skoða tímasetningar og niðurraðanir á mótinu.

Skrifa­ 10. nˇvember, 2010
mg