Hilleröd vann 7-6

Hilleröd, lið Magnúsar Inga Helgasonar, sigraði í gær Bornholm (O) 7-6. 

Magnús Ingi spilaði tvenndarleik og tvíliðaleik fyrir liðið og bar sigur úr bítum í báðum leikjum. 

Tvenndarleikinn lék hann með Stine Kildegaard Hansen en þau kepptu við Christian Fürst Mogensen og Louise Andersen.  Magnús og Stine unnu leikinn auðveldlega 21-10 og 21-14. 

Seinni leikurinn sem Magnús spilaði var tvíliðaleikur með Peter Rasmussen gegn Rasmus Messerschmidt og Nicklas Laursen.  Magnús og Peter unnu þá viðureign 21-19 og 21-15. 

Næst spilar Hilleröd við Værlöse 3 laugardaginn 20. nóvember. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureigninni við Bornholm (O).

Skrifađ 8. nóvember, 2010
mg