Ragna spilaði á French Super Series

Ragna keppir nú á franska Super Series 2010.  Hún spilaði einliðaleik á móti hinni búlgörsku Petya Nedelcheva rétt í þessu.  Ragna tapaði leiknum 21-15 og 22-20 en Nedelcheva er í 17. sæti heimslistans. 

Mótið í Frakklandi er mjög sterkt og þangað komast einungis bestu badmintonleikmenn heims.  Bara það að komast inn í mótið gefur heilmörg stig á heimslista.  Super Series mótin eru einungis 12 á ári og þau eru hugsuð til að laða að 32 bestu leikmenn heims.  Það er því mikið afrek hjá Rögnu að komast inn í þetta mót. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á franska Super Series 2010.

Skrifað 3. nóvember, 2010
mg