Tryggvi og Magn˙s Ingi sigru­u sigurstranglegasta pari­ Ý tvÝli­aleik karla

Íslensku strákarnir Tryggvi Nielsen og Magnús Ingi Helgason hafa staðið sig framar vonum í tvíliðaleik karla á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International í dag. Þeir mættu í átta liða úrslitum Pedro Yang og Erick Anguiano frá Guatemala en þeir Pedro og Erick eru með fyrstu röðun í mótinu og því fyrirfram taldir sigurstranglegastir. Tryggvi og Magnús gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 21-15 og 23-21 í jöfnum og skemmtilegum leik. Frábært hjá íslensku strákunum sem mæta dönsku pari í undanúrslitunum. Undanúrslitaleikirnir hefjast kl. 16.30 í dag. Smellið hér til að skoða leiki dagsins.
Skrifa­ 10. nˇvember, 2007
ALS