Juliana Schenk frá Ţýskalandi vann hollenska opna mótiđ

Juliane Schenk vann nú um helgina í fyrsta skipti Yonex hollenska opna mótið. Þessi 27 ára þýska badmintonkona fór í viðtal til Badminton Europe þar sem rætt var um merkingu þessa Grand-Prix-titils og hún var spurð þriggja spurninga.  Hér á eftir kemur viðtalið:

Juliane, til hamingju með sigurinn í Almere. Sigur á hollenska Opna mótinu var þinn annar sigur á Grand-Prix móti. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig?

Ég er mjög ánægð með annan Grand-Prix titill minn auðvitað. Ég naut þess virkilega að spila í Almere - vegna þess að andrúmsloftið þar var frábært. En það mikilvægasta fyrir mig er að þróa mig sem badmintonspilara og leik minn. Og ég er á góðri leið. Ég sá marga góða hluti gerast og ég fékk verulega góða reynslu í Hollandi.

Hvað gerðist í leiknum gegn Yao Jie?

Í upphafi þriðja leiks voru sendingar langar og ákafar. Og ég vann flestar þeirra ekki. En ég vissi að Yao Jie var ekki í líkamlega góðu form lengur. Það er þess vegna sem ég var þolinmóð og ákveðin. Ennfremur breytti ég hraða sendinganna nokkuð oft. Það var taktískt og gaf mér góðan árangur. Stefnan mín gekk upp og ég vann leikinn.

Hver eru næstu markmið þín? Nú þú ert nálægt topp 5 í heiminum.

Fyrst af öllu, sem er mikilvægast, er heilsan mín. Ég vil þróa mig sem leikspilara og leik minn. En auðvitað vil ég ná hærra á heimslistann og smátt og smátt komast nær toppnum.

Skrifađ 27. oktober, 2010
mg