Persónulegt met hjá Rögnu í hollenska opna mótinu

Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á hollenska opna mótinu 2010. Ragna náði í átta manna úrslit á mótinu sem er gríðarlega góður árangur.

Hún tapaði í dag fyrir Olgu Konon frá Þýskalandi 21-8 og 21-9. Hollenska opna mótið er mjög sterkt mót enda er Jie Yao frá Hollandi, sem er röðuð í fyrsta sæti, númer níu á heimslistanum.

Ragna hlaut 2.750 stig á heimslistanum fyrir að ná þetta langt á þessu móti en það er persónulegt met hjá Rögnu. Mest hefur hún fengið 2.720 stig á Evrópumótinu í apríl síðastliðnum þegar hún komst í 16 manna úrslit.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Næst keppir Ragna á franska opna mótinu 2010 sem verður dagana 2. – 7. nóvember næstkomandi. Á því móti keppa sterkustu badmintonspilarar heims.

Skrifađ 22. oktober, 2010
mg