Iceland International 2010

Skráningarfrestur á Iceland International mótið 2010 er liðinn.  20 erlendir keppendur munu spila á mótinu auk 63 íslenskra keppenda. 

Mótið hefst föstudaginn 12. nóvember næstkomandi og stendur til 14. nóvember.  Engin forkeppni verður haldin þetta árið. 

Listi yfir keppendur var birtur í dag, smellið hér til að nálagst hann. 

Dráttur í mótið fer fram viku fyrir mót og er framkvæmdur af Badminton Europe.  Drátturinn verður birtur hér á heimasíðunni þegar hann hefur farið fram.  Mótið er hluti af mótaröð Badminton Europe og er Future Series mót.

Skrifađ 22. oktober, 2010
mg