Óskarsmót KR var um helgina

Tvíliða- og tvenndarleikshluti Óskarsmóts KR var haldinn á laugardaginn.

Í fyrsta sæti í tvíliðaleik karla í meistaraflokki höfnuðu Atli Jóhannesson TBR og Kári Gunnarsson TBR. Í öðru sæti lentu Njörður Ludvigsson TBR og Ástvaldur Heiðarsson TBR.

Í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki enduðu Halldóra Elín Jóhannsdóttir TBR og Katrín Atladóttir TBR í fyrsta sæti. Í öðru sæti höfnuðu Elín Þóra Elíasdóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR.

Í tvenndarleik í meistaraflokki unnu Arthúr Geir Jósefsson TBR og Halldóra Elín Jóhannsdóttir TBR en þau sigruðu í úrslitum þau Atla Jóhannesson TBR og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR.

Í A-flokki unnu Berta Sandholt TBR og Ásta Ægisdóttir TBR tvíliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Gunnar Bjarki Björnsson TBR og Thomas Þór Thomsen TBR. Tvenndarleikinn unnu Thomas Þór Thomsen TBR og Ivalu Birna Falck-Petersen TBA.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Óskarsmóti KR. 

Einliðaleikshluti mótsins verður haldinn 30. janúar 2011 næstkomandi.

 

Skrifađ 18. oktober, 2010
mg