Ragna áfram á Kýpur International

Ragna Ingólfsdóttir sigraði fyrsta einliðaleik sinn á Kýpur International 2010 mótinu í dag.

Ragna keppti á móti Marcela Nesvedova frá Tékklandi og burstaði leikinn 21-2 og 21-8. Með því fór Ragna í aðra umferð.

Í annarri umferð spilaði hún við Christina Andersen frá Danmörku. Ragna vann þann leik 21-13 og 23-21.

Í þriðju umferð sem spiluð verður í fyrramálið spilar Ragna við Claudia Mayer frá Austurríki.

Ragna er röðuð númer fjögur inn í mótið en Mayer númer sjö.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna á Kýpur International 2010.

Skrifað 15. oktober, 2010
mg