Helgi kominn í ađra umferđ á Kýpur

Helgi Jóhannesson spilaði sinn fyrsta einliðaleik á Cyprus International 2010 mótinu í morgun. Hann spilaði gegn Raj Popat frá Wales, sem var raðaður númer fimm í einliðaleik karla. Helgi bar sigur úr bítum eftir oddalotu 15-21, 21-14 og 21-13.

Helgi er því kominn í aðra umferð og spilar við Gert Hansen frá Danmörku seinna í dag. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik karla.

Helgi og Ragna Ingólfsdóttir spiluðu tvenndarleik í morgun við James Lauter og Catherine Grant frá Englandi en töpuðu viðureigninni naumlega eftir oddalotu 14-21, 21-14 og 21-23. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í tvenndarleik.

Ragna spilar í einliðaleik kvenna seinna í dag við Marcela Nesvedova frá Tékklandi.

Skrifađ 15. oktober, 2010
mg