Tvö mót hjá KR um helgina

Badmintondeild KR stendur fyrir tveimur mótum um helgina, Óskarsmóti KR þar sem keppt er í tvíliða- og tvenndarleik og Unglingamóti KR. 

Óskarsmótið er hluti af mótaröð BSÍ og í mótið eru skráður 41 keppendi frá þremur félögum, BH, TBA og TBR.  Mótið hefst klukkan 13 á laugardaginn. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Óskarsmóti KR. 

Á unglingamótið, sem er B og C mót eru skráðir 65 keppendur frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, Keflavík, KR, UMSB og Þór Þorlákshöfn.  Spilaðir verða 95 leikir á unglingamótinu sem hefst klukkan 9:30 á sunnudaginn.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Unglingamóti KR.

Skrifađ 14. oktober, 2010
mg