Átta ţjálfarar á námskeiđi um helgina

Badmintonsamband Íslands hélt þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1A um helgina. Námskeiðið er hluti af grunnmenntun badmintonþjálfara. Kennsla fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og TBR húsunum við Gnoðavog en kennari var Anna Lilja Sigurðardóttir, íþróttfræðingur og badmintonþjálfari.

Á þessu fyrsta námskeiði badmintonþjálfaramenntunar var farið í gegnum marga leiki og spilaform sem þjálfarar geta nýtt sér við kennslu barna og unglinga. Einnig var farið í gegnum skipulag badmintonhreyfingarinnar, skipulag þjálfunar o.fl. Þátttakendur unnu ýmis verkefni saman í hópum og skapaðist mikil og góð umræða um hin ýmsu málefni sem tengjast badmintonþjálfun.

Átta þjálfarar frá fjórum félögum tóku þátt og luku námskeiðinu. Þau eru:

Ívar Oddsson TBR
Karen Guðnadóttir Keflavík
Kristinn Ingi Guðjónsson BH
Margrét Kjartansdóttir Keflavík
Ólafur Örn Guðmundsson BH
Sigrún María Valsdóttir BH
Sonja Magnúsdóttir TBA
Stefán Már Jónasson Keflavík

Næsta þjálfaranámskeið Badmintonsambandsins, Badmintonþjálfari 1B, fer fram helgina 21.-23.janúar 2011. Aðeins þeir sem hafa lokið Badmintonþjálfara 1A hafa þátttökurétt á Badmintonþjálfara 1B. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á bsi@badminton.is.

Skrifađ 14. oktober, 2010
mg