Ragna og Helgi farin til Kýpur

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson fóru nú í morgun til Kýpur til að taka þátt í Kýpur International 2010 mótinu.

Ragna fór beint inn í aðalkeppnina í einliðaleik kvenna og er röðuð númer fjögur inn í mótið. Hún spilar fyrsta leik við Marcela Nesvedova frá Tékklandi.

Helgi fór einnig beint inn í aðalkeppnina í einliðaleik karla. Hann spilar við Raj Popat frá Wales en Popat keppti á Iceland International mótinu í fyrra hér á Íslandi. Popat er raðaður í fimmta sæti á mótinu og vermir 124. sæti heimslistans.

Helgi og Ragna keppa saman í tvenndarleik á móti James Lauter og Catherine Grant frá Englandi.

Mótið hefst á morgun með forkeppni en leikir Rögnu og Helga eru á föstudaginn.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 13. oktober, 2010
mg