Hilleröd tapađi fyrir Holte 5-8

Hilleröd, lið Magnúsar Inga Helgasonar, í dönsku deildinni tapaði 5-8 fyrir Holte á laugardaginn.

Magnús Ingi lék bæði tvíliðaleik og tvenndarleik fyrir liðið og sigraði í báðum viðureignum.

Magnús spilaði tvíliðaleikinn með Emil Poulsen gegn Dan Skov og Morten Larsen. Magnús og Emil unnu eftir oddalotu 19-21, 21-13 og 21-10.

Tvenndarleikinn lék Magnús með Stine Kildegaard Hansen gegn Dan Skov og Ingrid Marie Holst Olsen. Magnús og Stine sigruðu eftir oddalotu 21-18, 21-17 og 21-15.

Hilleröd spilar næst við Bornholm (O) þann 6. nóvember næstkomandi.

Smellið hér til að sjá úrslit fleiri viðureigna Hilleröd og Holte.

Skrifađ 11. oktober, 2010
mg