Danskur tvenndarleikur

Átta liða úrslitum í tvenndarleik á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International var að ljúka. Íslensku pörin tvö, Arthur Geir Jósefsson og Halldóra Elín Jóhannsdóttir annarsvegar og Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir hinsvegar, töpuðu bæði sínum leikjum. Segja má að morguninn hafi verið sérstaklega góður fyrir dönsku tvenndarleikspörin því þau komust öll fjögur áfram í undanúrslitin og því er ljóst að sigurvegarar og silfurverðlaunahafar mótsins í tvenndarleik verða danskir.

Nú er í gangi keppni í einliðaleik karla en átta liða úrslit í einliðaleik kvenna hefjast kl. 11.20. Í þrjár íslenskar stúlkur keppa í áttaliða úrslitunum í einliðaleik en það eru þær Katrín Atladóttir, Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir. Leiki dagsins má skoða með því að smella hér.

Skrifað 10. nóvember, 2007
ALS