VŠrlěse2 tapa­i naumlega

Værlöse2, lið Tinnu Helgadóttur, í dönsku deildinni tapaði naumlega 6-7 fyrir Randers á laugardaginn.

Tinna lék tvo leiki, einliðaleik gegn Rikke Risager Poulsen sem hún sigraði örugglega 21-8 og 21-12. Þá lék hún tvíliðaleik með Julie Finne-Ipsen á móti Meiken Falk-Hoffmann og Maja Beck. Tinna og Julie töpuðu eftir oddalotu 15-21, 21-14 og 13-21.

Værlöse2 spilar næst við Aarhus (AB) (O) þann 8. nóvember næstkomandi.

Smellið hér til að sjá úrslit fleiri viðureigna Værlöse2 og Randers.

Skrifa­ 11. oktober, 2010
mg