Síđustu forvöđ ađ skrá sig á ţjálfaranámskeiđ 1A sem er haldiđ um helgina

Þrjú þjálfaranámskeið verða kennd í vetur.  Námskeiðin verður haldin á Höfuðborgarsvæðinu og verður nánari dagskrá og staðsetning tilkynnt þegar nær dregur og þátttaka liggur fyrir. Hvert námskeið er 20 kennslustundir og má gróflega áætla að tímasetningar þeirra verði föstudag kl. 18-23, laugardag kl. 9-16 og sunnudag kl. 9-14.


Kostnaður

1A kr. 14.000, 1B kr. 10.000 og 1C kr. 10.000. Öll námskeiðin keypt í einu kr. 30.000.

Badmintonbókin – Kennsluskrá BSÍ eftir Kenneth Larsen er innifalin í námskeiðsgjaldi Badmintonþjálfara 1A. Bókin er notuð til kennslu á öllum þjálfaranámskeiðum BSÍ. Í lausasölu kostar bókin 5.000 kr.


Inntökuskilyrði

Lágmarksaldur til þátttöku í þjálfara 1 er 16 ár. Til að geta tekið þjálfara 1B þurfa þjálfarar að hafa lokið námskeiði 1A og til að geta tekið 1C þarf að ljúka bæði 1A og 1B. Að stigi 1 loknu á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. 

Íþróttahreyfingin hefur samræmt kerfi er við kemur menntun þjálfara. ÍSÍ sér um að kenna almennan hluta námsins en BSÍ sér um sérhæfðan badmintonhluta. Upplýsingar um almennan hluta ÍSÍ má nálgast á heimasíðunni www.isi.is.

 

Badmintonhreyfingin á Íslandi er ekki mjög stór og því ekki oft hægt að halda sömu námskeiðin. Hvetjum ykkur til að nýta námskeiðin sem nú verða í boði og senda unga og efnilega þjálfara á námskeið ásamt þeim sem vilja rifja upp og/eða læra nýjar aðferðir.

Skráningar óskast sendar á netfangið bsi@badminton.is með upplýsingum um nafn og kennitölur þátttakenda ásamt upplýsingum um kennitölu greiðanda.

Skrifađ 5. oktober, 2010
mg