NorrŠnar Šfingab˙­ir Ý FŠreyjum

Norrænar æfingabúðir verða haldnar í Færeyjum í næstu viku. Þær standa yfir frá 11. til 18. október. Þátttakendur verða frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi og búðirnar eru fyrir aldurshópinn U13 til U17. Átta aðilar taka þátt frá hverju landi.

Árni Þór hefur valið íslenska hópinn. Í honum eru: Alda Jónsdóttir TBR, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Sigríður Árnadóttir TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu, Jóna Kristín Hjartardóttir TBR og Þorkell Ingi Eriksson TBR.

Æfingar standa frá morgni til kvölds þessa daga. Síðustu tveir dagarnir eru helgaðir móti sem allir þátttakendur keppa á auk unglinga frá Færeyjum.

Um leið og æfingabúðirnar standa yfir verður þjálfaranámskeið á vegum Badminton Europe í gangi í Færeyjum. Á það koma fjórir þjálfarar frá Færeyjum, þrír frá Grænlandi og tveir frá Íslandi.

Þátttakendur frá Íslandi á þjálfaranámskeiðinu verða Írena Jónsdóttir ÍA og Sigrún María Valsdóttir BH. Yfirþjálfari á námskeiðinu verður Bjarne Nielsen landsliðsþjálfari Grænlands og eigandi "Top Direct Danish Badminton Academy".

Skrifa­ 6. oktober, 2010
mg