Magnús Ingi spilar međ Hilleröd

Magnús Ingi Helgason landsliðsmaður í badminton hefur skipt um klúbb í Danmörku. Hann spilaði með Greve2 í fyrra en spilar nú með fyrsta liði þriðju deildar liðinu Hilleröd.

Hilleröd spilaði sinn fyrsta leik í deildinni síðastliðinn laugardag við Skovshoved 2 (N). Magnús Ingi keppti í tvenndarleik með Stine Kildegaard Hansen við Stefan Andersen og Sophie Kanpmann. Magnús og Stine unnu eftir oddalotu 17-21, 21-12 og 21-14. Magnús keppti einnig í tvíliðaleik með Peter Rasmussen gegn Daniel Damgaard-Pedersen og Peter Hasbak. Magnús og Peter biðu lægri hlut 16-21 og 14-21.

Hilleröd spilar næst gegn Holte (N) þann 9. október næstkomandi.

Smellið hér til að sjá úrslit fleiri viðureigna Hilleröd og Skovshoved.

Skrifađ 30. september, 2010
mg