Tinna spilar međ Vćrlöse

Tinna Helgadóttir sem spilaði í fyrra með Greve hefur skipt um lið og spilar nú með Værlöse.

Værlöse spilar í 1. deild í Danmörku og Tinna spilar með liði 2.

Værlöse er búin að eiga eina viðureign í haust við Team Fredericia og sigra 9-4. Tinna spilaði tvo leiki. Hún tapaði einliðaleik gegn Lene Clausen eftir oddalotu 9-21, 21-19 og 10-21. Hún spilaði einnig tvíliðaleik með Josephine Van Zaane gegn Mie Nielsen og Fie Sönderby Christensen. Tinna og Josephine sigruðu 21-15 og 21-8.

Værlöse spilar næst 9. október við Randers (O).

Smellið hér til að sjá úrslit fleiri viðureigna.

 

Skrifađ 29. september, 2010
mg