Reykjavíkurmeistarar

Reykjavíkurmóti unglinga var haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog á laugardaginn.

Tveir aðilar unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik, þau Sigríður Árnadóttir (U15) og Gunnar Bjarki Björnsson (U19). Sigríður var einnig þrefaldur Reykjavíkurmeistari í fyrra. Gunnar Bjarki spilar upp fyrir sig en hann er fæddur árið 1995 og tilheyrir því aldursflokknum U15. Þetta er gífurlegt afrek hjá Gunnari Bjarka og er honum hér með óskað til hamingju með þetta afrek.

Fimm einstaklingar urðu tvölfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Alda Jónsdóttir (U13) í einliðaleik og tvíliðaleik, Daníel Jóhannesson (U15) í einliðaleik og tvenndarleik, Margrét Finnbogadóttir (U17) í einliðaleik og tvíliðaleik, Þorkell Ingi Eiríksson (U17) í tvíliðaleik og tvenndarleik og Margrét Jóhannsdóttir (U19) í tvíliðaleik og tvenndarleik. Margrét spilar upp fyrir sig en eins og Gunnar Bjarki er hún fædd árið 1995 og tilheyrir því aldursflokknum U15.

Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Alexander Örn Kárason (U13) í einliðaleik, Andri Árnason og Ormar Þór Harrason (U13) í tvíliðaleik, Margrét Nilsdóttir (U13) í tvíliðaleik, Jóna Hjartardóttir (U15) í tvíliðaleik, Guðmundur Ágúst Thoroddsen (U15) og Stefán Ás Ingvarsson (U15) í tvíliðaleik, Steinn Þorkelsson (U17) í einliðaleik, Sædís Björk Jónsdóttir (U17) í tvíliðaleik, Sigurður Sverrir Gunnarsson (U17) í tvíliðaleik, Unnur Björk Elíasdóttir (U17) í tvenndarleik, Rakel Jóhannesdóttir (U19) í einliðaleik, Sara Högnadóttir (U19) í tvíliðaleik og Thomas Þór Thomsen (U19) í tvíliðaleik.

Önnur úrslit á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast hér.

Skrifađ 27. september, 2010
mg