Dómaranámskeið

Föstudaginn 29. október næstkomandi stendur Badmintonsamband Íslands fyrir dómaranámskeiði.  Námskeiðið er öllum opið og er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Þátttakendur ljúka námskeiðinu með dómgæslu á einu fullorðinsmóti og er skylt að dæma á mótum BSÍ, Iceland International og Meistaramóti Íslands, í vetur. 

Námskeiðið verður haldið á annarri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.  Skráning fer fram með því að senda póst á mg@badminton.is.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru María Thors og Laufey Sigurðardóttir.

Skrifað 28. september, 2010
mg