Reykjavíkurmót unglinga er á laugardaginn

Reykjavíkurmót unglinga verður haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog á laugardaginn. 

Þar sem mótið verður spilað á einum degi og þátttakendur eru margir áskilur stjórn Reykjavíkurmóts sér rétt til að spila einliðaleik ekki í riðlum.  Einliðaleikur verður spilaður sem útsláttarkeppni með aukaflokki.  Með því móti fá allir einliðaleiksspilarar að spila að minnsta kosti tvo leiki. 

Þegar dregið hefur verið í mótið verður hægt að sjá niðurröðun og tímasetningar hér á síðunni undir viðburðum.

Skrifađ 23. september, 2010
mg