Ăfingab˙­ir - FŠreyjar, GrŠnland, ═sland

Í fyrra fór af stað verkefni á vegum Badminton Europe.  Verkefnið er til þriggja ára og felst í æfingabúðum fyrir afrekskrakka í badminton og þjálfaranámskeiði meðfram búðunum. 

Fyrsta árið hélt Badmintonsamband Íslands búðirnar en í ár verða þær í Færeyjum. 

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari valdi þátttakendurna fyrir Íslands hönd og þau eru Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Jónsdóttir TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Þorkell Ingi Eiríksson TBR og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. 

Þjálfarar sem fara á þjálfaranámskeiðið eru Írena Jónsdóttir ÍA og Sigrún María Valsdóttir BH. 

Búðirnar standa frá 11. - 18. október og verða haldnar í Klaksvik og í Þórshöfn í Færeyjum.

Skrifa­ 15. september, 2010
mg