Schenk sigraði í einliðaleik kvenna á belgíska opna mótinu

Þýska stúlkan Juliane Schenk sigraði í einliðaleik á opna belgíska mótinu sem Ragna Ingólfsdóttir tók þátt í.  Schenk sigraði andstæðing sinn, Elizabeth Cann frá Englandi, örugglega 21-7 og 21-5. 

Ragna átti mjög góðan leik á móti Schenk en tapaði fyrir henni 21-18 og 21-11. 

Segja má að Þjóðverjar hafi komið, séð og sigrað á þessu móti en þeir unnu í öllum flokkum, einliðaleik kvenna og karla, tvíliðaleik kvenna og karla og í tvenndarleik. 

Smellið hér til að sjá úrslit mótsins.

Skrifað 13. september, 2010
mg