Ragna komin áfram á belgíska opna mótinu

Ragna Ingólfsdóttir keppti fyrr í dag í einliðaleik á belgíska opna mótinu við Sarah Thomas frá Wales.  Ragna sigraði örugglega báðar loturnar 21-11. 

Hún er því komin í aðra umferð og keppir í kvöld við Juliane Schenk frá Þýskalandi.  Schenk er erfiður andstæðingur enda er hún í 11. sæti heimslistans og er röðuð í fyrsta sæti á mótinu. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifað 10. september, 2010
mg